Árni Sigurðsson fæddist í Skammadal í Mýrdal 9. febrúar 1938. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Bæjarási í Hveragerði 5. júlí 2019.

Foreldrar hans voru Vilborg Árnadóttir frá Efri-Ey í Meðallandi, f. 28. júní 1913, d. 9. apríl 2001, og Sigurður Sigurðsson frá Lágu-Kotey í Meðallandi, f. 9. nóvember 1903, d. 24. maí 1988, sem bjuggu í Skammadal.

Systkini hans eru: Guðgeir, f. 21. október 1940, búsettur í Vík í Mýrdal, og Kristín Sunneva, f. 14. júní 1944, búsett í Hveragerði.

Árni ólst upp í Skammadal. Uppkominn stundaði hann ýmsa vinnu sem til féll, m.a. á vertíðum í Vestmannaeyjum. Í október 1964 hóf hann störf á bílaverkstæði Kaupfélags Skaftfellinga í Vík, þar sem hann vann fram á mitt ár 1985. Eftir það fluttist hann aftur að Skammadal og starfaði við búið. Síðar gekk hann í félagsbú með Guðgeiri bróður sínum og starfaði við það til ársins 2013.

Þá flutti hann til Hveragerðis og keypti sér íbúð

...