Orkubolti Ed Sheeran hljóp og hoppaði um sviðið á Laugardalsvelli.
Orkubolti Ed Sheeran hljóp og hoppaði um sviðið á Laugardalsvelli. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Af tónleikum

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Enska poppstjarnan Ed Sheeran steig á svið á Laugardalsvelli um kl. 21 á laugardagskvöldi eftir þrefalda upphitun þeirra Glowie, Zöru Larsson og James Bay. Grallaralegur var hann þegar myndatökumenn eltu hann skælbrosandi upp á svið, klæddur ósköp venjulegri hettupeysu og gallabuxum og vopnaður kassagítar. Hefði kannski átt að vera í dúnúlpu því það var skítkalt í Laugardalnum þetta kvöld, gestir í stúku orðnir blánefjaðir í norðangarranum þegar sá rauðhærði lét sjá sig. Öllu skárra var að vera á gólfinu þar sem skjól var af tónleikagestum og dreif ég mig þangað um tónleikana miðja.

Sheeran var einn á hinu stóra sviði, bara með gítar og „loop station“, bjó til alla takta og bakraddir með því að lúppa gítarleik, gítarslátt og rödd af miklu listfengi. Mikill hæfileikapiltur þar á ferð og geðslegur með endemum. Ég er einn þeirra sem hafa furðað

...