Mark Jóhann Berg Guðmundsson fagnar fyrsta marki sínu á leiktíðinni, sem jafnframt var þriðja mark Burnley í sigri á Southampton í 1. umferð.
Mark Jóhann Berg Guðmundsson fagnar fyrsta marki sínu á leiktíðinni, sem jafnframt var þriðja mark Burnley í sigri á Southampton í 1. umferð. — AFP

Fótbolti

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson telur að það muni taka leikmenn smátíma að venjast nýrri myndbandsdómsgælu í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á þessari leiktíð. Jóhann var á skotskónum með Burnley um síðustu helgi þegar liðið vann 3:0-heimasigur gegn Southampton í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar á Turf Moor í Burnley en Jóhann viðurkenndi í samtali við Morgunblaðið í gær að það hefði orðið ansi vandræðalegt fyrir sig ef markið hefði ekki fengið að standa enda fagnaði Íslendingurinn eins og óður maður.

„Þetta var frábær byrjun hjá okkur og það er alltaf ákveðin spenna í manni þegar nýtt tímabil hefst. Þetta er aðeins öðruvísi byrjun en síðasta sumar þegar við tókum þátt í undankeppni Evrópudeildarinnar þar sem við vorum búnir að spila nokkra alvöruleiki áður en tímabilið í ensku úrvalsdeildinni hófst. Við mættum mjög tilbúnir til leiks

...