Eftir Ásmund Ólafsson: „Flugsaga Íslands er hundrað ára um þessar mundir.“
Fyrsta dags frímerki Hinn 3. september 1969 voru gefin út frímerki vegna 50 ára flugs á Íslandi, en þannig var að Flugfélag Íslands var stofnað 22. mars 1919.
Fyrsta dags frímerki Hinn 3. september 1969 voru gefin út frímerki vegna 50 ára flugs á Íslandi, en þannig var að Flugfélag Íslands var stofnað 22. mars 1919.

Vegna þess að 50 ár eru nú liðin frá því að Neil Armstrong geimfari, varð fyrstur til að ganga á tunglinu (20. júlí 1969), og vegna þess að flugsaga Íslands er 100 ára, langar mig að draga fram í dagsljósið nokkur fyrsta dags umslög.

Hinn 3. september 1969 voru gefin út frímerki vegna 50 ára flugs á Íslandi, en þannig var að Flugfélag Íslands var stofnað 22. mars 1919. Það keypti fyrstu flugvélina til Íslands af gerðinni Avro 504K. Hún var smíðuð í Bretlandi en keypt frá Danmörku. Fyrsta flugið var úr Vatnsmýrinni 3. september sama ár, og voru fyrsta dags umslögin miðuð við þá dagsetningu. Flugmaðurinn var danskur, Cecil Faber að nafni. Flugfélag Íslands, númer tvö í röðinni, var stofnað 1. maí 1928 og fyrsta farþegaflug á vegum þess var farið frá Reykjavík til Akureyrar með viðkomu á Ísafirði og Siglufirði 4. júní sama ár.

Ég keypti nokkur fyrsta dags umslög og sendi hluta af þeim til fjögurra frægra flugkappa; tveggja íslenskra

...