Eftir Sveinbjörn Jónsson: „Flestir sérfræðingar gefa sig út fyrir að leysa vandamál en ef vandamál eru ekki fyrir hendi þarf að gefa út svartar skýrslur.“
Sveinbjörn Jónsson
Sveinbjörn Jónsson

Í frumstæðum þjóðfélögum eru til menn sem kallast töfralæknar eða töframenn. Þeir skreyta sig oft með fjöðrum, skeljum og beinum og öðru þess háttar og dansa í kringum varðeld með fettum og brettum. Síðan veitast þeir að höfðingjanum og tjá honum að mikil ógn sé fram undan ef ekki verði farið að ráðum þeirra. Þeir baða jafnvel viðkomandi í dýrablóði eða bara drullu og segja honum að það geti komið í veg fyrir bölið og vilja þá einnig fá ríflega umbun fyrir þjónustuna. Í nútímaþjóðfélögum kalla staðgenglar þessara manna sig sérfræðinga og starfsaðferðir þeirra hafa lítið breyst. Flestir sérfræðingar gefa sig út fyrir að leysa vandamál en ef vandamál eru ekki fyrir hendi þarf að gefa út svartar skýrslur. Síðan er saklausum valdamönnum sagt að ef ekki verði gripið til öfgakenndra aðgerða muni allt fara til andskotans.

Til að fyrirbyggja að aðrir blandi sér í málið er sagt að það sé mjög flókið og ekki á færi annarra en færustu sérfræðinga að leysa

...