Íhugull Robert Frank í vinnustofu sinni í New York-borg árið 1995. Hann umbylti heimildaljósmyndun með bókinni The Americans sem kom út 1958.
Íhugull Robert Frank í vinnustofu sinni í New York-borg árið 1995. Hann umbylti heimildaljósmyndun með bókinni The Americans sem kom út 1958. — Morgunblaðið/Einar Falur

Ljósmyndarinn Robert Frank lést í Nova Scotia í Kanada á mánudaginn var, 94 ára að aldri. Frank var einn merkasti og mikilvægasti ljósmyndari seinni hluta tuttugustu aldar og hafði umtalsverð áhrif á þróun ljósmynda- og kvikmyndalistar. Hann öðlaðist fyrst frægð fyrir bókina The Americans sem kom út árið 1959 og er lykilverk í heimildaljósmyndun. Hann varð síðan meðal merkra frumherja í gerð persónulegra heimildakvikmynda og vann jafnframt að ljóðrænum og innhverfum ljósmyndaverkum.

Robert Frank fæddist og ólst upp í Sviss, þar sem hann lærði iðnaðarljósmyndun, en flutti 23 ára gamall til Bandaríkjanna. Hann settist að í New York þar sem hann bjó allar götur síðan en átti einnig aðsetur í Nova Scotia.

Fyrstu árin vestanhafs framfleytti Frank sér með allrahanda ljósmyndaverkefnum en varð sífellt áhugasamari um persónulega sköpun og um miðjan sjötta áratuginn fékk hann styrk sem gerði honum kleift að ferðast um tveggja ára skeið

...