Eftir Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur: „Með því að fræðast um hinsegin fólk og fjölbreytni þá sköpum við samfélag þar sem við getum öll dafnað og átt sömu tækifærin.“
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir
Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir

Maður að nafni Guðmundur Oddsson sendi nýlega inn grein þar sem hann velti vöngum yfir hinsegin málefnum.

Persónulega finnst mér það frábært þegar fólk tekur þátt í umræðum um hinsegin fólk, því fyrir mér er það kjörið tækifæri fyrir fólk að fræðast og eiga uppbyggileg samtöl um hlutina.

Ekki er að undra að Guðmundi hafi fundist regnbogafánamálið frekar dramatískt, enda ekki á hverjum degi sem þjóðarleiðtogi annars ríkis kemur á klakann. Ekki er Mike Pence heldur bara hvaða þjóðarleiðtogi sem er, heldur þjóðarleiðtogi sem er þekktur fyrir grófa fordóma gagnvart hinsegin fólki í þokkabót. Ástæða þess að regnbogafáninn blakti við hún var sú að Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna, finnst að það sé í lagi að reka fólk eins og mig úr vinnu og neita mér um þjónustu fyrir það eitt að vera eins og ég er. Ekki finnst honum það bara í lagi, heldur hefur staðið fyrir lagasetningum og breytingum á lögum sem leyfa það.

...