Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Við teljum að þarna sé óeðlilegum vinnubrögðum beitt,“ segir Ásgeir Kr. Ólafsson, talsmaður sumarhúsa- og landeigenda í nágrenni Leynis 2 og 3 í Landsveit. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá er fyrirhuguð mikil uppbygging ferðaþjónustu á svæðinu. Í síðustu viku kom fram að Loo Eng Wah, forsvarsmanni uppbyggingarinnar, hefði verið gert að aftengja tengingu hjólhýsa á svæðinu við fráveitukerfi, en ekki var leyfi fyrir þeirri framkvæmd.

Í bréfi sem Ásgeir sendi skipulags- og byggingarfulltrúa Rangárþings ytra í gær er farið fram á að hann sem fulltrúi og eftirlitsaðili sveitarfélagsins geri grein fyrir því á hvaða leyfum stálgrindarkúluhús sem byrjað er að reisa á svæðinu byggi, eða fari fram á tafarlausa stöðvun uppbyggingu þeirra. Að auki er farið fram á að vatns- og fráveitulagnir séu fjarlægðar og það sama gildi um timburbotnplötur á forsteyptum undirstöðum.

...