Sviðsljós

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

Stjórnvöld eru skuldbundin til að uppfylla afkomuregluna, en hún segir til um að yfir fimm ára tímabil skuli afkoma hins opinbera ávallt vera jákvæð og árlegur rekstrarhalli má ekki vera yfir 2,5% af VLF. Verði samdráttur meiri en 1% á árinu 2020 er hætta á að afkomureglan verði brotin og grípa þurfi til neyðarráðstafana.

Er þetta meðal þess sem fram kemur í umsögn Samtaka atvinnulífsins (SA) um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2020. Óskað var eftir 34 umsögnum um frumvarpið og hafa alls 13 erindi borist. Eru þau aðgengileg á heimasíðu Alþingis.

Samtök atvinnulífsins benda á að aukin óvissa ríki um stöðu efnahagsmála og búast megi við að áhrif samdráttar í flugiðnaði muni vara fram á árið 2020. „Efnahagsforsendur frumvarpsins gera ráð fyrir að hagvöxtur á næsta ári verði 2,6%. Það er mikil bjartsýni að gera ráð fyrir að hagkerfið

...