Eftir Vilhjálmur Bjarnason: „Það er álitamál hvort ekki sé nauðsynlegt að fjalla um landasöfnun út frá þjóðaröryggi.“
Vilhjálmur Bjarnason
Vilhjálmur Bjarnason

Það eru almælt tíðindi að það er erfitt fyrir hinn smáa að standa andspænis hinum stóra og máttuga. Þó lagði Davíð Golíat.

Áður en lengra er haldið er rétt að nálgast mælikvarða hins smáa og mælikvarða hins stóra.

Hinn smái hefur ekki afl, engin sérréttindi og ekki fjárhagslegt bolmagn til að tryggja sér völd og áhrif. Hinn stóri hefur afl, getur tekið sér rétt ef hann hefur ekki þegar réttindi, og hann hefur fjármagn til að tryggja áhrif sín. Síðast en ekki síst þarf hinn stóri sjaldnast að leita réttar síns með lýðræðislegu umboði. Hann hefur sjálfur „lýðræðislega“ umboðið á hluthafafundi eða þá að fulltrúalýðræðið, sem hinn stóri styðst við, er undir ráðum hans.

Lýðsleikjan

Á milli þess smáa og þess stóra er lýðsleikjan, sem sækir umboð sitt með yfirboði án þess að hafa fjármagn til að styðja sín völd, en fjárhagslegt bolmagn kemur þegar lýðsleikjan hefur náð...