Erlingur Loftsson fæddist 22. júní 1934 á Sandlæk, Gnúpverjahreppi. Hann lést 20. október 2019 á lungnadeild LSH í Fossvogi.

Erlingur hét fullu nafni Guðjón Erlingur. Foreldrar hans voru hjónin á Sandlæk, þau Elín Guðjónsdóttir, húsfreyja frá Unnarholti í Hrunamannahreppi, f. 14.9. 1901, d. 2.2. 1991, og Loftur Loftsson, bóndi frá Stóra-Kollabæ í Fljótshlíð, f. 8.10. 1896, d. 14.3. 1978. Systkini Erlings voru: Baldur, f. 5.10. 1932, d. 18.9. 2015, Loftur Sigurður, f. 5.4. 1937, d. 18.6. 1997, Sigríður, f. 11.4. 1940, d. 13.2. 1992. Yngst er Elínborg, f. 26.8. 1947. Hún býr á Akureyri.

Þann 25. júní 1955 giftist Erlingur Guðrúnu Helgadóttur. Hún var dóttir hjónanna í Tungufelli, Helga Jónssonar, f. 22.4. 1906, d. 1945, og Valgerðar Ingvarsdóttur, f. 14.12. 1908, d. 1995. Bróðir Guðrúnar er Sigurjón Helgason, verkfræðingur í Reykjavík, f. 16.4. 1937. Börn Guðrúnar og Erlings eru: Helgi, f. 29. ágúst 1956, d. 10. júlí 1981. Elín, f. 25.

...