Karlmaður á fertugsaldri hefur verið dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir brot gegn valdstjórninni, en hann var fundinn sekur um að hafa bitið lögreglumann við skyldustörf á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík.

Hinn dæmdi á að baki sakaferil aftur til ársins 2006. Hefur hann m.a. áður verið dæmdur í fangelsi fyrir líkamsárás, auðgunar-, fíkniefna- og umferðarlagabrot.