Baksvið

Gunnlaugur Snær Ólafsson

gso@mbl.is

Áratug eftir að gerð var grundvallar stefnubreyting í tilhögun raforkusölu Landsvirkjunar til orkufreks iðnaðar, að frumkvæði fyrirtækisins og með stuðningi stjórnvalda, hafa stjórnvöld ákveðið að láta gera úttekt á samkeppnishæfni greinarinnar. Hafði mbl.is eftir Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðnaðarráðherra í gær að slík úttekt hefði aldrei verið gerð áður. En nú þegar hefur eitt fyrirtæki, Rio Tinto Aluminium (RTA), ákveðið að hefja endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) og meta rekstrarhæfi þess.

Í tilkynningu sem barst fjölmiðlum á miðvikudag sagði Alf Barrios, forstjóri RTA, að álverið í Straumsvík væri óarðbært og „ekki samkeppnishæft í krefjandi markaðsaðstæðum vegna hás raforkukostnaðar.“ Hörður Arnarsson, forstjóri Landsvirkjunar, hefur hins vegar ekki samþykkt né útilokað að það sé verðlagningin sem valdi usla, þar

...