Gjögur Árneshreppur þarf að sameinast öðrum sveitarfélögum á næstu árum.
Gjögur Árneshreppur þarf að sameinast öðrum sveitarfélögum á næstu árum. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Helgi Bjarnason

helgi@mbl.is

Þótt kveðið sé á um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum í þingsályktun Alþingis um markmið og aðgerðir til að efla sveitarstjórnir er ekki gert ráð fyrir að ríkið grípi inn í og þvingi sveitarfélög til sameiningar fyrr en eftir að tvö ár eru komin fram yfir þau tímamörk sem tilgreind eru. Kemur þetta fram í drögum að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum sem samið er til að innleiða ný ákvæði um lágmarksfjölda íbúa.

Með frumvarpinu á að lögfesta þau ákvæði að lágmarksfjöldi íbúa sveitarfélaga skuli vera 250 manns eftir kosningar 2022 og 1.000 manns eftir 2026.

Í lögin eru settar kröfur um málsmeðferð þegar ráðherra hefur frumkvæði að sameiningu. Skal hann skipa sameiningarnefnd til að gera tillögu um hvaða kosta skuli leita. Kemur þar til greina sameining við annað sveitarfélag eða skipting sveitarfélagsins á milli fleiri sveitarfélaga. Nefndin á að

...