Góðgæti Þórdís Kolbrún sker fyrstu sneiðina af köku ársins 2020. Sigurður Hannesson, Sigurður Alfreð Ingvarsson og Jóhannes Felixson fylgdust með.
Góðgæti Þórdís Kolbrún sker fyrstu sneiðina af köku ársins 2020. Sigurður Hannesson, Sigurður Alfreð Ingvarsson og Jóhannes Felixson fylgdust með.

Iðnaðarráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, tók á móti köku ársins á skrifstofu sinni í atvinnuvegaráðuneytinu í fyrradag. Höfundur kökunnar er Sigurður Alfreð Ingvarsson, bakari hjá bakaríinu Hjá Jóa Fel. Í köku ársins er rjómasúkkulaði, saltkarmellumús og Nóa tromp.

Landssamband bakarameistara efnir árlega til keppni um köku ársins. Keppnin fer þannig fram að keppendur skila inn tilbúnum kökum sem dómarar meta og velja úr þá sem þykir sameina þá kosti að vera bragðgóð, falleg og líkleg til að falla sem flestum í geð. Keppnin var haldin í samstarfi við Nóa Síríus og voru gerðar kröfur um að kakan innihéldi Nóa tromp. Kaka ársins er nú til sölu í bakaríum félagsmanna landssambandsins.