Markús Sigurbjörnsson
Markús Sigurbjörnsson

Markús Sigurbjörnsson, fyrrverandi forseti Hæstaréttar, segist í samtali við Morgunblaðið í dag ekki vera viss um að leyst hafi verið rétt úr þeim vandamálum sem leiddu til stofnunar Landsréttar. Rætt er við Markús í sérstöku aukablaði sem fylgir Morgunblaðinu í dag í tilefni af 100 ára afmæli réttarins á morgun.

Markús nefnir m.a. að ráðast hefði þurft að rót þess álags sem hvíldi á Hæstarétti. „Það eitt að taka kassann í fangið og bera út í næsta hús leysir ekki neitt. Enda sýnir reynslan af Landsrétti, sem starfað hefur í tvö ár, að þar er strax kominn málahali,“ segir Markús í viðtalinu.