Eftir Örn Þórðarson: „Vont er þegar lítið eða ekkert er hlustað á áhyggjur borgarbúa, sérstaklega þegar mikið og fjálglega er talað um íbúasamráð og íbúalýðræði.“
Örn Þórðarson
Örn Þórðarson

Ég hef lengi látið það fara í taugarnar á mér hversu frjálslega borgaryfirvöld fara með sannleikann. Á fundi borgarstjórnar fyrir skömmu var húsnæðisstefna borgarinnar rædd. Þar fór meirihlutinn fjálglega yfir meintan árangur af sinni stefnu. Ekki hafa margir fundist til að taka undir þann meinta árangur, frekar er að flestir séu þeirra skoðunar að húsnæðisstefna meirihlutans sé skaðvaldur, sérstaklega fyrir ungt fólk og tekjulágt í borginni.

Tölurnar tala sínu máli

Raup um að árangurinn sé staðfestur með tölum um að aldrei hafi borgarbúum fjölgað eins mikið á einu ári frá 1964 verður marklaust, þegar tölur um íbúaþróun eru skoðaðar af skynsemi og raunsæi. Frá 1964? Var einhver að spá í það? Er bara verið að snúa út úr og afvegaleiða umræðuna? Eins og við þekkjum því miður svo vel í umræðum í borgarstjórnarsalnum. Aðalatriðið er hins vegar það að tölurnar um íbúaþróun síðustu ára segja í...