Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson: „Með hliðsjón af nefndum dómum Hæstaréttar Íslands verður ekki betur séð en bankamenn myndu brjóta gegn ákvæði almennra hegningarlaga um umboðssvik ef þessar lánveitingar ættu sér stað án fullnægjandi trygginga.“
Jón Steinar Gunnlaugsson
Jón Steinar Gunnlaugsson

Stjórnvöld á Íslandi hafa nú látið boð út ganga um aðgerðir vegna útbreiðslu á Covid-19-veirunni, m.a. vegna skaðlegra efnahagslegra áhrifa af henni. Verði meðal annars gripið til þess ráðs að bjóða fyrirtækjum, sem orðið hafi fyrir a.m.k. 40% tekjumissi, ríkisábyrgð á 50% nýrra lána sem fyrirtækin fái hjá viðskiptabönkunum. Sýnist þá gert ráð fyrir að bankarnir muni sjálfir bera 50% áhættu af þessum lánum, ef þeim sem lánin taka tekst ekki að endurgreiða þau.

Nú ættu menn að muna að Hæstiréttur Íslands hefur á síðustu árum breytt ákvæði almennra hegningarlaga um umboðssvik. Eftir lagatextanum er ekki unnt að refsa fyrir þau nema sannaður sé auðgunarásetningur á brotamann. Þessu breytti rétturinn í dómum sínum og kom á þeirri skipan að refsa skyldi starfsmönnum bankanna ef talið yrði að þeir hefðu með gerðum sínum stofnað bankanum í verulega hættu á að verða fyrir fjártjóni með lánveitingum sínum. Þau lán voru þá yfirleitt veitt í því skyni að

...