Guðs orð boðar: trú, von og kærleika. Boðskapur Guðs er ekki bara til sýnis og aðdáunar.
Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.
Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. — Morgunblaðið/Sigurður Ægisson

Bænin má aldrei bresta þig,

búin er freisting ýmislig.

Þá líf og sál er lúð og þjáð,

lykill er hún að Drottins náð

Þannig skrifar Hallgrímur Pétursson í fjórða Passíusálmi. Þetta er eitt af síðustu versum sálmsins og hefur lifað með Íslendingum í gegnum aldirnar. Sálmurinn fjallar um samtal Krists við lærisveinana, áður en þeir halda í Getsemane-garðinn þar sem Jesús var tekinn höndum. Lokaversin eru túlkun Hallgríms á samtalinu, áminning um það sem máli skiptir, bænin má aldrei bresta þig.

Það eru undarlegir og fordæmalausir tímar sem við upplifum um þessar mundir. Skólahald, íþróttastarf, kirkjustarf, vinnustaðir og heimili hafa orðið fyrir miklu raski. Ég upplifi það sem áskorun að halda börnum mínum við námið heima við á sama tíma og ég reyni að sinna vinnu, kirkjunum sem nú eru tómar en halda þó áfram þjónustu sem er

...