Anna Helene Christensen fæddist í Reykjavík 29. apríl 1935. Hún lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi föstudaginn 13. mars 2020.

Foreldrar hennar voru Hans Peter Christensen módelsmiður, f. í Vamdrup í Danmörku 7. mars 1903, d. 21. mars 1963, og Sesselja Halldóra Christensen húsmóðir, f. í Reykjavík 1. maí 1901, d. 26. september 1992. Eldri eftirlifandi bróðir Önnu er Jóhannes Guðbrandur, f. 20. júlí 1931.

Anna giftist 5. desember 1953 Guðmundi Guðmundssyni, f. 5. júní 1930, en hann var ætíð kallaður Muggur. Muggur lést 21. mars 1984. Þau eignuðust þrjár dætur, þær eru: 1) Helga, fræðslustjóri á Fljótsdalshéraði, f. 1953, hennar maður er Sigurbjörn Snæþórsson. Helga á tvær dætur, Helenu félagsráðgjafa og Hönnu Dóru aðstoðarhótelstjóra, og eitt barnabarn, Söru Máneyju, dóttur Helenu. 2) Jónína Rós aðstoðarskólastjóri, f. 1958, sambýlismaður hennar er Valgeir Gestsson. Jónína Rós á þrjú börn, Guðbjörgu Önnu lögmann, sem á börnin

...