Þegar við fórum inn í nýtt ár var fáa sem grunaði að þremur mánuðum síðar myndi geisa skæður heimsfaraldur sem ógnar lífi og heilsu jarðarbúa svo og efnahag flestra þjóða heims.

Daglega berast hræðilegar fréttir utan úr heimi af sýkingu og dauðsföllum af völdum veirunnar og voldug ríki vestan hafs og austan undirbúa umfangsmiklar efnahagsaðgerðir til að verja hagkerfi sín gegn þeirri vá sem að steðjar. Öflug heilbrigðiskerfi kikna undan álaginu, ferðalög á milli landa hafa að mestu lagst af og heilu atvinnugreinarnar eru óstarfhæfar. Í raun mætti segja að það sé búið að slökkva á helstu hagkerfum heims.

Við Íslendingar höfum ekki farið varhluta af þessu ástandi. Íslensk stjórnvöld hafa brugðist við með margvíslegum aðgerðum á sviði heilbrigðismála. Þá hafa stjórnvöld einnig kynnt umfangsmiklar aðgerðir til að verja efnahag heimila og fyrirtækja og búa íslenskt atvinnulíf undir

...

Höfundur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir