Guðbjörg Guðmannsdóttir fæddist á Jórvík í Álftaveri 29. ágúst 1926. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Mörk 18. maí 2020.

Foreldrar hennar voru hjónin Guðríður Bárðardóttir og Guðmann Ísleifsson, bóndi á Jórvík og orgelleikari í Þykkvabæjarkirkju. Guðbjörg var elst sex systkina, hin eru: Óskar, Ingibjörg, Sigríður, Ísleifur (látinn) og Ástdís (látin).

Guðbjörg giftist Magnúsi Aðalsteini Ólafssyni, d. 2017. Börn þeirra eru: 1) Svandís, f. 3. janúar 1949, gift Stefáni Benediktssyni og eiga þau þrjú börn, Benedikt, Fanneyju og Svandísi. 2) Guðmann, f. 24. ágúst 1955. Hann á tvær dætur, Guðbjörgu og Ástu Hrönn, með fyrri eiginkonu sinni, Sigríði Hreinsdóttur. Seinni kona hans er Sigríður Ólafsdóttir. 3) Sigurður Bjarki, f. 10. nóvember 1963. Hann á tvö börn, Orra Snæberg og Sólnýju Helgu, með fyrrverandi eiginkonu sinni, Rakel Heiðmarsdóttur.

Guðbjörg og Magnús skildu. Seinni maður Guðbjargar hét Birgir Halldórsson söngvari,

...