Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Framkvæmdasýsla ríkisins auglýsti um helgina eftir upplýsingum um 30 þúsund fermetra lóð eða húsnæði fyrir sameiginlega aðstöðu löggæslu- og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu. Undirbúningur þessa hefur staðið um nokkurt skeið og á síðustu mánuðum með meiri þunga en áður. Að vinnu með Framkvæmdsýslunni hafa komið fulltrúar fjármála- og dómsmálaráðuneytis auk fulltrúa embættanna en um 100 starfsmenn þeirra hafa tekið þátt í greiningarvinnu sem markaðskönnunin núna byggist á.

Augljós hagræðing

„Hagræðingin og ávinningurinn er augljós og mikill. Með því að allir verði undir einu þaki má ná fram sparnaði en einnig gera þjónustu markvissari og stytta viðbragðstíma, með aukinni samvinnu ólíkra aðila,“ segir Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins.

Í upphafi var áherslan sú að finna hentugt húsnæði

...