Kristbjörg Magnea Gunnarsdóttir fæddist 16. febrúar 1941. Hún lést 30. maí 2020.

Útför Kristbjargar Magneu fór fram 19. júní 2020.

Það eru ekki nema átta mánuðir síðan við kvöddum ömmu Stínu og því mikið áfall að þurfa að kveðja ömmu Magneu svona stuttu síðar. Það er mjög erfitt og skrítið að þurfa að kveðja ömmu okkar svona fljótt, því við héldum auðvitað að við ættum eftir miklu meiri tíma með henni.

Þegar við hugsum um ömmu Magneu hugsum við líka um fallega heimilið og garðinn hennar í Skógum. Þar áttum við yndislegar samverustundir sem við munum ávallt muna. Margar af okkar fallegustu æskuminningum urðu til í Skógum, sælureit stórfjölskyldunnar. Við fórum alltaf í Skóga til ömmu um páskana og var mikil gleði sem fylgdi því. Enginn fór svangur frá ömmu, öðru nær. Það var alltaf til meira en nóg af mat og heimabökuðu bakkelsi.

Amma var alltaf mjög fín og vel tilhöfð

...