Guðmundur Magnason
Guðmundur Magnason

Heimkaup.is hafa ákveðið í ljósi frétta af mögulegum hópsmitum og að fólki fjölgi í sóttkví að taka aftur upp hluta af því verklagi sem var viðhaft hjá fyrirtækinu þegar faraldur kórónuveirunnar stóð sem hæst.

Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu í gær segir að til að mynda muni allir starfsmenn í vöruhúsi nota hanska öllum stundum og bílstjórar skipti nú um einnota hanska eftir hverja einustu afhendingu.

„Vonandi er þetta of varlega farið en allur er varinn góður og þetta er gert til að vernda viðskiptavini sem og starfsfólk,“ er haft eftir Guðmundi Magnasyni, framkvæmdastjóra Heimkaupa.