Eftir Hjálmar Magnússon: „Við verðum að athuga að baráttan fyrir framtíð barnanna okkar er í dag en ekki á morgun.“
Hjálmar Magnússon
Hjálmar Magnússon

Alþingismenn, fréttamenn sem og allir þeir sem eitthvað þurfa með fjármál að gera tala um að kveða verðbólguna niður. Væri því ekki rétt að reyna að skapa þær aðstæður í hagkerfi okkar að bankar og lífeyrissjóðir hefðu ekki síður en aðrir fullan hag af því að halda þessum draug niðri? Vandamálið er enn sem fyrr hvernig á að koma böndum á verðbólguna, engin leið virðist færari en önnur í þeim málum, en það virðist samt að við öll, það er að allar stofnanir þjóðfélagsins ættu að hafa hag af því að halda þessum draug niðri.

Meðan bankarnir hafa það vopn í höndunum sem verðtryggingin er hafa þeir ekki það aðhald sem nauðsynlegt er til að hafa hag af því að halda verðbólgu niðri. Varla dettur okkur í hug að bankarnir hefðu ruðst jafn ótæpilega og þeir gerðu inn á markað húsnæðislána ef þeir þyrftu jafnt og aðrir að hafa fullan hag af því að halda verðbólgunni niðri.

Stjórnendur fjármagnsins okkar sáu bara vel í hvað stefndi í þjóðfélaginu

...