Unnur Lárusdóttir fæddist í Borgarnesi 16. janúar 1928. Hún lést 15. júlí 2020.

Foreldrar hennar voru hjónin Jón Lárus Sigurðsson og Marsibil Ingunn Jóhannsdóttir. Systkini hennar voru Jóhanna og Sigurður.

Að loknu fullnaðarprófi hóf Unnur nám í Húsmæðraskólanum á Varmalandi og lauk þaðan prófi 1947.

Unnur giftist Jóni Magnússyni bílamálara árið 1948 og fluttust þau til Reykjavíkur. Börn þeirra eru: 1) Ingunn Ólafía, f. 1948. Hún á þrjár dætur. 2) Ríkharð Örn, f. 1950. Kona hans er Guðný Erla Guðmundsdóttir. Þau eiga þrjú börn. 3) Sólrún Maggý, f. 1952. Maður hennar er Ólafur Hafsteinn Einarsson. Þau eiga þrjú börn. 4) Lárus Haukur, f. 1955. Hann á tvö börn. 5) Hilmar Þór, f. 1962. 6) Unnur Jenný, f. 1964. Maður hennar er Sigurður Kjartansson. Þau eiga tvö börn.

Barnabörn og barnabarnabörn eru orðin alls 32.

Unnur og Jón bjuggu í Reykjavík og Kópavogi sín búskaparár. Þau skildu

...