Helgi Jónsson fæddist 9. febrúar 1928. Hann lést 14. júlí 2020.

Útförin fór fram 22. júlí 2020.

Helgi Jónsson, afi minn, var yndislegur maður.

Frá því ég man eftir mér var hann alltaf svo glæsilegur og snyrtilega til fara.

Rétt áður en hann fór á Dvalarheimilið Höfða fórum við fjölskyldan að kíkja á hann, þá tók þessi mikla þvottaefnislykt á móti okkur þegar við löbbuðum inn. Þá hafði hann verið að taka til, að sjálfsögðu. Alltaf svo ákveðinn í að hafa snyrtilegt í kringum sig.

Þegar ég var lítil var ég oft hjá ömmu og afa á Akureyri, Laugarvatni og í Kópavogi. Eftirminnilegastur var tíminn þegar afi var bankastjóri á Akureyri. Við amma Halla höfðum það gott á daginn, kíktum stundum á afa á skrifstofuna og það er í minningunni ein flottasta skrifstofa sem ég hef séð. Þar lærði ég að gangandi vegfarandi ætti alltaf réttinn þar sem amma hikaði ekki við

...