Margt má segja um þær fyrirætlanir ríkisstjórnarinnar að ætla að kjósa í september 2021 en það gefur ríkisstjórninni örlítið meira svigrúm til að halda í stólana því það er það sem hún er mynduð um. Mögulega sjá stjórnarflokkarnir einnig færi í því að láta kosningabaráttuna fara fram að sumri þegar landsmenn eru að hugsa um allt annað en stjórnmál. Miskilningur væri það í besta falli ef við héldum að ríkisstjórnin vildi nýta tímann til að uppfylla síðustu loforðin því þess þarf ekki, þau voru ekki það merkileg eða ný.

Merkilegt verður að teljast að Sjálfstæðisflokkurinn skuli vilja framlengja þessa sneypuför sína sem ríkisstjórnarsamstarfið við Vinstri græn hefur reynst þeim flokki. Man ég ekki rétt að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eitt sinn gert sig út sem boðbera frelsins í viðskiptum, einstaklingsframtakinu fagnað og ríkisrekstri mótmælt? Margoft hefur Sjálfstæðisflokkurinn lofað slíku en ekki staðið við enda hefur ríkisreksturinn blásið

...

Höfundur: Gunnar Bragi Sveinsson