Sighvatur Bjarnason

sighvaturb@mbl.is
Margir vinnustaðir tæmdust í kjölfar þess að kórónuveirufaraldurinn hóf innreið sína í vetur og heimili breyttust í litlar skrifstofur.
Blaðamaður ræddi við Dröfn Guðmundsdóttur, mannauðsstjóra Origo, og Ægi Má Þórisson, forstjóra Advania, sem bæði segja að tímabilið hafi opnað augu fyrir ónýttum tækifærum og telja að fjarvinna sé komin á kortið til langframa.

Rannsóknir benda til þess að stór hluti starfsfólks á vinnumarkaði hafi lengi stundað fjarvinnu að einhverju marki, en lítil þróun hefur átt sér stað um langt skeið og segja má að ákveðin stöðnun hafi ríkt.

Stafræn bylting síðustu ára og þær fjölmörgu tæknilausnir sem litið hafa dagsins ljós hafa lagt jarðveginn fyrir fjarvinnu

...