Sviðsljós

Ómar Friðriksson

omfr@mbl.is

Í yfirstandandi lotu kjaraviðræðna á vinnumarkaði, sem hófst í ársbyrjun 2019, höfðu nú í byrjun september alls verið undirritaðir 285 kjarasamningar. 45 samningum var ólokið. Á þessu tímabili hefur 79 kjaradeilum verið vísað til sáttameðferðar hjá ríkissáttasemjara og hefur sátt náðst í 64 málum. 1. september sl. voru enn 15 mál í sáttameðferð. Að baki liggja í þessari samningalotu 428 formlegir sáttafundir með aðkomu sáttasemjara og að auki hafa 111 samningafundir verið haldnir í húsnæði hans í öðrum kjaradeilum.

Þessar upplýsingar koma fram í viðamikilli skýrslu kjaratölfræðinefndar heildarsamtaka á vinnumarkaði, ríkisins og sveitarfélaga, sem kynnt var á fjarfundi í gær.

Samtals ná þeir 285 kjarasamningar sem þegar höfðu verið gerðir í septemberbyrjun til tæplega 158 þúsund launamanna.

Í skýrslunni er að finna

...