Sigurvegari Kristín Marksdóttir fékk sér einn Bríó eftir að hafa unnið samkeppni um hönnun nýrra dósa.
Sigurvegari Kristín Marksdóttir fékk sér einn Bríó eftir að hafa unnið samkeppni um hönnun nýrra dósa. — Ljósmynd/Hari

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

„Ég er alveg himinlifandi. Það var æðislegt að fá þau tíðindi að hafa unnið þessa keppni,“ segir Kristín Marksdóttir sem bar sigur úr býtum í samkeppni um myndskreytingu á dósir hins áfengislausa Bríó sem nú er fáanlegur í verslunum.

Borg brugghús auglýsti í sumar eftir tillögum að myndskreytingu á Bríó. Tíu ár eru liðin síðan bjórinn vinsæli kom á markað og af því tilefni var gerð áfengislaus útgáfa af honum sem vakið hefur talsverða athygli síðustu vikurnar. Halda margir því fram að þarna sé kominn einhver besti áfengislausi bjór sem fengist hefur hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Borg brugghúsi hafa þegar selst yfir 30 þúsund dósir, sem hafi verið langt yfir væntingum. Áfengislaus Bríó sé þegar orðinn einn vinsælasti bjór brugghússins.

Mikill áhugi reyndist á samkeppni um útlit dósanna. Alls bárust rúmlega tvö hundruð tillögur að myndskreytingum og

...