María Jónsdóttir fæddist á Blönduósi 15. apríl 1918. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Kirkjuhvoli 4. nóvember 2020. Foreldrar hennar voru hjónin Jón Lárusson, bóndi og kvæðamaður í Hlíð á Vatnsnesi, f. 26. desember 1873, d. 14. apríl 1959. Móðir Halldóra Margrét Guðmundsdóttir, f. 26. júní 1886, d. 28. ágúst 1963. María var þriðja sex systkina, nú öll látin: Sigríður, f. 1915, Pálmi, f. 1917, Kristín, f. 1922, Guðmundur, f. 1925, Jónas, f. 1925. Einnig uppeldisbróðir á lífi, Vignir B. Árnason, f. 1934.

María giftist 1947 Ólafi Steinssyni. Börn þeirra eru Halldóra, f. 21.1. 1949, maki Svavar Ólafsson. Börn þeirra Ómar, Björk og María. Steinn Ingi, f. 23.2. 1950, sambýliskona Ewa Mezyk. Börn Steins: Hjörleifur, Guðlín, Sigrún og Jóhanna. Sigurbjörg Ágústa, f. 18.6. 1952, maki Grétar Markússon. Synir Ólafur og Pétur. Jón, f. 16.9. 1955, d. 2008, maki Ingibjörg Elfa Sigurðardóttur. Börn Jóns: Sveinbjörg, Signý Rós, Ómar Smári og Andri Geir.

...