Samtal Merking orðanna getur stundum verið óljós.
Samtal Merking orðanna getur stundum verið óljós.

Samtal Lísu í Undralandi og sjálfumglaða eggsins Humpty Dumptys hefur rifjast upp undanfarið. Þau Lísa ræddu um merkingu orðanna, sem Humpty Dumpty taldi sig geta ráðið sjálfur. Þegar Lísa skildi ekki hvað hann átti við svaraði Humpty Dumpty því til að auðvitað skildi hún það ekki því hann hefði ekki sagt henni hvað orðið þýddi – í hans munni. Þegar hann notaði orð merktu þau nákvæmlega það sem hann ákvæði að þau skyldu merkja. „Humpty Dumpty viðurkenndi að það væri snúið að stjórna sagnorðunum en hann gæti gert hvað sem er við lýsingarorðin.“

Þegar bækur Lewis Carroll um Lísu komu út á 19. öld – og enn þegar Þórarinn Eldjárn þýddi Ævintýri hennar á mál Jónasar árið 1996 – duldist engum að þessi saga gerðist í Undralandi þótt skírskotanir til valdbeitingar með tungumáli ættu alltaf við. En að þessi persóna myndi stíga útúr raunveruleikasjónvarpi eins og persóna hjá Woody Allen í kvikmyndinni The Purple Rose

...

Höfundur: Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is