Magnús Hallgrímsson fæddist 6. nóvember 1932. Hann lést 8. nóvember 2020.

Magnús var jarðsunginn 18. nóvember 2020.

Góður vinur okkar, Magnús Hallgrímsson, er fallinn í valinn. Maggi var kvæntur móðursystur undirritaðrar, Hlíf, eða Deddu eins og hún var alltaf kölluð af systkinabörnunum. Hún var mjög náin móður minni og var tíður gestur á æskuheimili mínu. Það var alltaf líf og fjör þar sem hún var! Dedda bjó um tíma í Danmörku og þar kynntist hún Magga þar sem hann stundaði nám í verkfræði. Þau fluttust svo heim og leigðu íbúð í Breiðagerðinu. Við vorum öll afar ánægð með þennan ráðahag enda áttu þau einstaklega vel saman. Þegar Hörður og Hallgrímur komu í heiminn með rúmlega árs millibili færðist heldur betur fjör í leikinn. Ég var nýbyrjuð í menntaskóla og var oft að passa þá bræður næstu árin, bæði í Breiðagerðinu og síðar í Ljósheimunum. Mér er ferð norður til Akureyrar sumarið 1968 með...