Þórður Jakop Sigurðsson fæddist á Ketilseyri við Dýrafjörð 21. júní 1946. Hann lést á fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 5. nóvember 2020.

Foreldrar hans voru þau Sigurður Friðfinnsson búfræðingur frá Kjaransstöðum, f. 26.3. 1916, d. 19.2. 2002, og Björnfríður Ólafía Magnúsdóttir frá Stóra-Galtadal á Fellsströnd, f. 14.12. 1926, d. 11.5. 2006.

Þórður var elstur af 17 systkinum. Hann eignaðist þrjár dætur með fyrrverandi eiginkonu sinni, Ólínu Sigríði Jónsdóttur, f. 14.6. 1946. Það eru Björnfríður Fanney, f. 5.11. 1965. Hún eignaðist fjórar dætur með fyrrverandi eiginmanni sínum, Jóni Kjerúlf, f. 1963. Þær eru Ingiborg Jóhanna, f. 1991, börn hennar eru Óskar Jón, f. 2016, og Ágústa Fönn, f. 2019. Karín Mist, f. 1993, Salóme Björt, f. 1995, Viktoría Fönn, f. 1996. Núverandi sambýlismaður er Lars Hallsteinsson, f. 1955, og eiga þau eina dóttur, Evu Katrínu, f. 2004.

Sigríður Fjóla, f. 9.12. 1966. Hún eignaðist tvo syni

...