Eftir Tryggva Felixson: „Deilur um land undir friðlýstum sumarbústað við Sogið, Laxabakka, er hægt að leysa, ef farið er að lögum og reglum og háttvísi sýnd í samskiptum.“
Tryggvi Felixson
Tryggvi Felixson

Í grein Hannesar Lárussonar sem birtist í Morgunblaðinu 8. janúar sl. eru bornar þungar sakir á samtökin Landvernd, Héraðsnefnd Árnesinga sem og látna Íslendinga sem sinntu málefnum þessara aðila fyrir áratugum. Það hefur ekki talist stórmannlegt að bera opinberlega sakir á og sverta minningu genginna Íslendinga. Rétt er þá að hafa í huga að niðurstaða Hæstaréttar árið 1982, um eignarhald á landi Alviðru og Öndverðarness II undir Ingólfsfjalli við Sogið, féll á þann veg að núverandi eigendur eru óumdeilanlega Héraðsnefnd Árnesinga og Landvernd, landgræðslu- og umhverfisverndarsamtök Íslands. Í dóminum geta þeir sem hafa hug á að kynna sér staðreyndir málsins leitað upplýsinga. Ósannindi í grein Hannesar eru það mörg að þau er ekki hægt að leiðrétta í stuttri blaðagrein. Eftirfarandi er kjarni málsins:

Jarðirnar sem um ræðir eru opnar almenningi, gönguleiðir merktar og við haldið og eru jarðirnar mikið notaðar til útvistar. Um langt árabil hefur

...