Eftir Ármann Kr. Ólafsson: „Þétt byggð, mikil þjónusta, góðar samgöngur og mannlíf verða einkenni endurnýjaðrar Hamraborgar“
Ármann Kr. Ólafsson
Ármann Kr. Ólafsson

Þau tímamót eru fram undan í sögu Kópavogs að það hillir undir að miðbærinn, Hamraborg og næsta nágrenni, fái loks þann sess sem honum var ætlaður. Lagðar hafa verið fram tillögur að breyttu skipulagi hans þar sem áherslan er á mannlíf, verslun og þjónustu.

Fyrirhugað er að byggja um 550 íbúðir á svæðinu. Þessi þétting byggðar skapar forsendu fyrir iðandi mannlíf en skipulagstillögur gera meðal annars ráð fyrir göngugötu, mannlífsás, sem liggur frá Menningarhúsunum í Kópavogi að Kópavogsskóla og verslunar- og þjónusturými á jarðhæðum við göngugötuna.

Bílastæði taka mikið til sín eins og skipulagið er í dag. Í breyttu skipulagi er ásýnd svæðisins allt önnur þar sem bíllinn færist neðanjarðar. Gert er ráð fyrir að fjölgun nýrra bílastæða verði í nýjum bílakjallara sem einnig nýtist íbúum og gestum á svæðinu. Þegar bílastæði eru komin neðanjarðar skapast skilyrði til þess að nýta núverandi bílastæði fyrir torg og mannlíf.

...