Eftir Halldór Benjamín Þorbergsson og Unni Sverrisdóttur: „Um 22 þúsund einstaklingar eru atvinnulausir og um fjögur þúsund manns á hlutabótum. Ráðningarstyrkir geta skipt sköpum við fjölgun starfa.“
Halldór Benjamín Þorbergsson
Halldór Benjamín Þorbergsson

Við stöndum frammi fyrir mikilli áskorun um að koma atvinnulífinu aftur af stað og skapa störf. Til þess þarf bæði hugrekki og þor. Lykilatriði er að draga hratt úr atvinnuleysi sem er nú í sögulegu hámarki. Tæplega 22 þúsund einstaklingar eru atvinnulausir og um 4 þúsund manns að auki á hlutabótum eða samanlagt 12,8% þjóðarinnar. Svokallaðir ráðningarstyrkir geta skipt sköpum við fjölgun starfa.

Ráðningarstyrkir hafa það markmið að auðvelda atvinnurekendum að fjölga störfum og ýta með því undir hagvöxt. Atvinnurekanda gefst tækifæri til að ráða starfsmann í starf sem hann hefði ellegar ekki haft ráð á og starfsmaðurinn er að sama skapi virkjaður og skapar verðmæti fyrir samfélagið. Ráðningarstyrkur er því skynsamlegt vinnumarkaðsúrræði sem gefur hæfileikaríku fólki atvinnutækifæri. Slíkt örvar svo atvinnulífið til hagvaxtar sem nauðsynlegur er svo unnt sé að standa undir samneyslunni. Samtök atvinnulífsins og Vinnumálastofnun hvetja fyrirtæki til

...