Tækni Pétur Þór Halldórsson, forstjóri S4S, og Freyja Leópoldsdóttir markaðsstjóri hér stödd í verslun Ellingsen við Fiskislóð í Reykjavík og með snjallsímana á lofti. Nýr hugbúnaður gerir viðskiptavinum mögulegt að sjá inneign sína hjá fyrirtækinu, sem rekur á annan tug skó- og útvistarbúða.
Tækni Pétur Þór Halldórsson, forstjóri S4S, og Freyja Leópoldsdóttir markaðsstjóri hér stödd í verslun Ellingsen við Fiskislóð í Reykjavík og með snjallsímana á lofti. Nýr hugbúnaður gerir viðskiptavinum mögulegt að sjá inneign sína hjá fyrirtækinu, sem rekur á annan tug skó- og útvistarbúða. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Sigurður Bogi Sævarsson

sbs@mbl.is

Frá og með deginum í dag bjóðast viðskiptavinum verslana S4S gjafakort og inneignir sem verða virk og aðgengileg á snjallsímum. Kortin eru sniðin að stýrikerfum símanna svo auðvelt er að hlaða þeim niður bæði í Android og Apple. Þá eru kortin tengd tölvukerfi S4S og þannig geta viðskiptavinir – líkt og fyrirtækið – séð hver innistæða þeirra er í rauntíma.

„Gjafakort úr plasti og inneignarnótur á pappír, sem fólk fær til dæmis við vöruskil, eru barn síns tíma. Þetta eru gögn sem fólk týnir eða gleymir auk þess sem þau renna úr gildi. Þar með glatast peningur viðskiptavina. Þarna viljum við koma betur til móts við viðskiptavini og erum því ekki með fyrningarfrest á gjafakortum og inneignarnótum. Þá verður alltaf hægt að nota gjafakortin okkar, hvort sem er afsláttur í verslunum eða ekki,“ segir Pétur Þór Halldórsson, forstjóri S4S, í samtali

...