Kristjana Arnarsdóttir Flutti heim í foreldrahús í eitt ár.
Kristjana Arnarsdóttir Flutti heim í foreldrahús í eitt ár.

Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á Rúv og Gettu betur-spyrill, flutti ásamt kærasta sínum, Haraldi Franklín Magnússyni, aftur í foreldrahús þar sem þau hafa búið undanfarið ár. Parið hafði sett íbúðina sína á leigu og stefndi á að flytja til Spánar þegar heimsfaraldurinn skall á og stöðvaði öll plön. Nú ári síðar er parið aftur að flytja heim til sín eftir að hafa fengið að vera eins og unglingar á uppeldisheimilum

Kristjana Arnarsdóttir, íþróttafréttakona á Rúv og Gettu betur-spyrill, er þessa dagana að vinna í því að taka upp úr kössum og flytja aftur heim til sín eftir að hafa búið í heilt ár heima hjá tengdaforeldrum sínum og foreldrum sínum.

Ástæðan fyrir flutningunum var sú að Kristjana ásamt kærasta sínum, atvinnugolfaranum Haraldi Franklín Magnús, ætlaði sér að flytja til Spánar og búa þar í nokkur ár. Parið ætlaði sér að flytja um miðjan mars árið 2020 eftir að Gettu betur lauk. Ekkert varð þó úr þeim