Eldgos Ný gossprunga opnaðist um miðnætti í fyrrinótt og gaus því á þremur stöðum í gær. Nýja hraunið streymdi bæði í Geldingadali og eins niður í Meradali þar sem er glæsileg eldá.
Eldgos Ný gossprunga opnaðist um miðnætti í fyrrinótt og gaus því á þremur stöðum í gær. Nýja hraunið streymdi bæði í Geldingadali og eins niður í Meradali þar sem er glæsileg eldá. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Guðni Einarsson

gudni@mbl.is

„Þetta verður bara flóknara og flóknara,“ sagði Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur og prófessor emeritus, um framvindu eldgossins í Fagradalsfjalli. Um miðnætti í fyrrinótt opnaðist þar þriðja gossprungan. Hún er á milli sprungunnar ofan við Meradali og þar sem eldgosið hófst í Geldingadölum.

„Sprungurnar sem gýs á núna mynduðust eiginlega samfara fyrsta gosinu. Þetta er að hluta til á gömlum misgengjum,“ sagði Páll. Hann sagði að mælingar á hraunmassanum muni leiða í ljós hve mikið kemur upp af kviku. Nýjustu mælingar benda til þess að kvikuframleiðsla í eldgosinu hafi verið nokkuð jöfn frá byrjun. Tilkoma nýju sprungnanna hefur því væntanlega dregið úr kvikuflæðinu í syðsta og elsta eldvarpinu í Geldingadölum.

„Þetta á eftir að koma betur í ljós eftir því sem fleiri mælingar eru gerðar og yfir lengra tímabil,“ sagði Páll. Hann sagði að atburðarásin sem nú stendur

...