Ragnar Alexander Þórsson fæddist í Þýskalandi 28. júlí 1958. Hann andaðist á heimili sínu á Selfossi 11. apríl 2021.

Foreldrar hans voru Eysteinn Þorvaldsson, prófessor emeritus, f. 23.6. 1932, d. 8.9. 2020 og Helga María Novak rithöfundur, f. 8.9. 1935, d. 24.12. 2013. Ragnar var ungur ættleiddur af Þór Vigfússyni skólameistara, f. 2.4. 1936, d. 5.5. 2013, þáverandi manni Helgu. Þau skildu. Fósturforeldrar Ragnars voru Auðunn Gestsson, f. 24.2. 1913, d. 26.12. 2006, og Kristín Alda Guðmundsdóttir, f. 18.3. 1920, d. 27.10. 1998, frá Kálfhóli á Skeiðum.

Fóstursystkini Ragnars: Guðleif Selma Egilsdóttir, f. 31.3. 1942, d. 3.6. 2020, Valgerður Auðunsdóttir, f. 14.6. 1947, Gestur Ólafur Auðunsson, f. 12.5. 1951, Guðrún Auðunsdóttir, f. 22.8. 1953, og Ingileif Auðunsdóttir, f. 19.12. 1954. Systir Ragnars: Nína Þórsdóttir, f. 12.2. 1962.

Í október 1991 kvæntist Ragnar Guðrúnu Lilju Magnúsdóttur f. 19.8. 1973. Þau skildu

...