Sameiginleg þingnefnd allra flokka á breska þinginu lagði til í gær að ráða ætti fólki frá því að fara í sumarfrí í útlöndum, en stefnt er að því að Bretum verði það heimilt frá og með 17. maí. Telur nefndin að tilfinnanlega þurfi að koma í veg fyrir að héðan í frá þurfi að grípa til hvers kyns hafta vegna kórónuveirunnar.

Breski þingmannahópurinn segir að viðhalda verði takmörkun á frístundaferðum og sumardvalarleyfum út fyrir Bretlandseyjar til að koma megi í veg fyrir að kórónuveiran fái tækifæri til uppsveiflu með frekari lokun þjónustufyrirtækja og dauðsföllum í kjölfarið.

Formaður nefndarinnar, Layla Moran, þingmaður Frjálslyndra demókrata, sagði við útvarpsstöðina BBC-4 að stærsta ógnin við bataferli Breta væri innflutningur á nýjum afbrigðum veirunnar, sérstaklega þó þá sem gætu verið með bráðara smit eða sleppa framhjá ónæminu. „Við hvetjum ríkisstjórnina til að letja fólk frá alþjóðlegum frístundaferðum þangað til

...