Rándýr Ljón eru engin lömb að leika við, hvorki ræktuð né villt.
Rándýr Ljón eru engin lömb að leika við, hvorki ræktuð né villt. — AFP

Suður-Afríkumenn hafa ákveðið að stöðva og banna ræktun ljóna í búrum til sleppingar fyrir veiðimenn. Í staðinn vilja þeir að ferðamenn njóti náttúrunnar og umhverfisins með ósviknum hætti.

Barbara Creecy, umhverfisráðherra Suður-Afríku, vill jafnframt að hætt verði viðskiptum með bein ljóna. Hún segir enn fremur að ekki verði reynt að fá aflétt takmörkunum sem gilda um viðskipti með nashyrningahorn og verslun með fílabein.

Þrátt fyrir þetta segir Creecy að Suður-Afríka gæti markaðssett sig sem áfangastað veiði sumra af heimsins táknrænustu dýrum er hún kynnti stefnu yfirvalda um stjórnun, ræktun, veiðar, viðskipti og meðferð fíla, ljóna, hlébarða og nashyrninga.

Tillögur hóps sérfræðinga um þessar stefnubreytingar í Suður-Afríku hafa þurft að þræða hárfína línu í þessum efnum sakir þess að landið er skjól margra mikilvægra dýrategunda í útrýmingarhættu og mörg þessara dýra halda sig á landi í einkaeign og þar

...