Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Aukin spenna í öryggismálum hefur haft áhrif á Íslandi, sem meðal annars birtist í auknum varnarviðbúnaði í landinu, þótt hann hafi ekki farið hátt. Þannig voru kafbátaleitarvélar við eftirlit í kringum landið nær hálft árið 2020. Þetta kemur fram í skýrslu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra um utanríkis- og alþjóðamál, sem útbýtt var á Alþingi í gær.

Bent er á að Ísland hafi ekki farið varhluta af þeim breytingum, sem orðið hafa í öryggismálum á heimsvísu síðastliðin ár. Það einkennist af auknum óstöðugleika, ófyrirsjáanleika og spennu í alþjóðamálum, en við þær aðstæður hafi varnarviðbúnaður á Íslandi aukið vægi vegna legu landsins í Norður-Atlantshafi við helstu samgönguæðar skipa og flugvéla milli Evrópu og Norður-Ameríku.

Á síðasta ári voru Poseidon P-8-vélar við kafbátaeftirlit í 173 daga, nær hálft árið, samanborið við 21 dag árið 2014. Þessa

...