Eftir Hannes Þórð Þorvaldsson: „Læknum heilbrigðiskerfið! Endurlífgum það með því að koma súrefni í alla anga þess! Það þarf bráðaþjónustu!“
Hannes Þórður Þorvaldsson
Hannes Þórður Þorvaldsson

Slagorð eru ágæt en hvað þýða þau? Læknum heilbrigðiskerfið! Endurlífgum það með því að koma súrefni í alla anga þess! Það þarf bráðaþjónustu!

Þessar línur kom ég fram með þegar ekki var tími fyrir lengri útskýringar, en í þessum orðaleikjum mínum býr margt.

Í fyrsta lagi, að koma þarf heilbrigðisráðuneytinu af þeirri vegferð sem það hefur verið á undanfarin ár. Núverandi ráðherra kærir sig kollóttan um umsagnir og ráð sérfróðra, jafnvel allra sem vel til þekkja í sumum málum og keyrir þau samt í gegn – þegar lítið ber á, ef svo ber undir.

Þá er það stjórnlyndið og miðstýringin, það er eins og læknar megi ekki hafa atvinnufrelsi. Sérfræðingar skulu bara vinna á sínu sviði undir sínum yfirmanni, á sínum eina spítala.

Og ekki eru nú allir í náðinni, jafnvel er eins og eigi að ýta heilu stéttunum til hliðar.

Í annan stað, komum aftur á virkum samningum með þeirri rýni og

...