Eftir Þóri S. Gröndal: „Það er ekki lengur: fagur er fiskur í sjó, heldur fagur er ferðamaður í flugvél.“
Þórir S. Gröndal
Þórir S. Gröndal

Ég þykist viss um að margir, sem nú eru á miðjum aldri, séu leiðir á að heyra gamlingjana sífellt vera að tala um gömlu góðu dagana. Eins og þeir séu að kvarta yfir því að yngri kynslóðirnar hafi einhvern veginn gert heiminn verri en hann var. En þeir verða að gera sér grein fyrir því, að núna eru þeir sjálfir að upplifa sína eigin gömlu góðu daga, sem þeir eiga eftir að básúna, þegar þeir eru orðnir öldungar.

Og þá er óhætt að demba sér í minningarnar um gömlu góðu dagana okkar. Þá var þorskurinn kóngur og ýsan drottning og allir hinir fiskarnir hirðmenn og meyjar í konungsríki sjávarins. Í aldaraðir var íslenskum börnum í blóð borið að virða sjávardýrin. Þjóðin lifði á fiski og lífsviðurværi sitt sótti hún í sjóinn.

Á mínu heimili var borðaður fiskur þrisvar til fjórum sinnum í viku. Ýsan var vinsælust; soðinn einn dag og steikt annan. Saltþorskur var alltaf á borðum á laugardögum. Skarkoli og lúða létu sjá sig af og til. Svo voru

...