Baksvið

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Þjónustu- og nýsköpunarsvið Reykjavíkurborgar hefur ráðið rúmlega 40 sérfræðinga í ár vegna innleiðingar á stafrænni þjónustu. Alls er áformað að ráða rúmlega 60 manns í þessar stöður í ár.

Guðfinna Eyrún Ingjaldsdóttir, mannauðsstjóri þjónustu- og nýsköpunarsviðs, segir starfsfólkið munu starfa á öllum skrifstofum sviðsins. En á sviðinu eru skrifstofurnar upplýsingatækniþjónusta, stafræn Reykjavík, þjónustuhönnun og umbreyting, skjalastýring, gagnaþjónusta, borgarskjalasafn og loks skrifstofa sviðsstjóra sem vinna að sögn Guðfinnu sameiginlega að stafrænni vegferð borgarinnar.

Miðað við árin 2021 til 2023

Reykjavíkurborg hafi tekið frá fjárheimildir til sviðsins sem nema 10,3 milljörðum til þessa verkefnis á árunum 2021, 2022 og 2023.

„Við höfum ráðið töluvert marga sérfræðinga

...