Heilbrigði Óskar Reykdalsson, læknir og forstjóri, sinnir sjúklingi.
Heilbrigði Óskar Reykdalsson, læknir og forstjóri, sinnir sjúklingi. — Morgunblaðið/Hari

„Eftir reynslu síðustu missera er fólk sér betur meðvitað en áður um mikilvægi sóttvarna og bóluefna. Mér kæmi því ekki á óvart að fleiri kæmu í flensusprautu nú en stundum áður,“ segir Óskar Reykdalsson, læknir og forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðsins.

Byrjað verður að sprauta gegn inflúensu í næsta mánuði. Bóluefnið nú er Vaxigrip Tetra og verður tilbúið til afhendingar 15. október. Tiltækir verða alls 95 þúsund skammtar, sbr. 84 þúsund í fyrra. Í ár verður dreifingu forgangsraðað til heilbrigðisstofnana og hjúkrunarheimila í október. Til annarra fer bóluefnið væntanlega í nóvember, þar með talið þeirra sem sinna bólusetningum í skólum og úti í atvinnulífinu.

Mælst er til að fólk sextugt og eldra, barnshafandi konur, starfsfólk heilbrigðisstofnana og þau sem eru með undirliggjandi sjúkdóma njóti forgangs við bólusetningar.

„Margir koma í flensusprautur á heilsugæsluna, svo

...